Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:46:09 (77)

2002-10-03 12:46:09# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:46]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Aðeins varðandi þessa umræðu. Ég tók eftir því að hv. 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal, sagði að hér hefði einn verslunarhringur ofurvald, Baugshringurinn eins og hann kallaði hann, og verðlegði vöru sína mismunandi eftir svæðum.

Ég vil fyrir það fyrsta ítreka það sem ég sagði áðan um Samkeppnisstofnun og þau mistök sem ég tel að hafi verið gerð þegar sameining Hagkaupa og Bónuss var leyfð á sínum tíma. Ég tel að það hafi verið rangt og hafi ekki átt að leyfa.

Ég vil þó segja það Bónus til hagsbóta að í þeirri verðkönnun sem ég hef verið að vitna í kemur fram að Bónusverslunarhringurinn er með sama verð á matvöru, hvort heldur er á Ísafirði, Akureyri eða hér úti á Smáratorgi. Þetta er mjög merkilegt atriði. Ég vil láta það koma hér fram. Í þeirri verðkönnun sem ég er að vitna í og er í þingskjali frá nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar kemur þetta fram. (Forseti hringir.)

Ég vil að lokum spyrja hv. þm. Halldór Blöndal: Telur hann að samkeppni í flutningum til landsins (Forseti hringir.) sé næg eða engin?

(Forseti (ÍGP): Forseti vill minna hv. þm. á að virða tímasetningar.)