Matvælaverð á Íslandi

Fimmtudaginn 03. október 2002, kl. 12:53:44 (83)

2002-10-03 12:53:44# 128. lþ. 3.1 fundur 3. mál: #A matvælaverð á Íslandi# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 128. lþ.

[12:53]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er hægt að fletta þessu upp. Þetta var mál nr. 500 1997 hjá Samkeppnisstofnun, þ.e. þegar innanlandsdeild Flugleiða og Flugfélag Norðurlads voru sameinuð í Flugfélag Íslands. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu var það niðurstaða samkeppnisráðs, ef ég man rétt, að þeir treystu sér ekki til að gera athugasemdir við frekari ráðandi markaðsstöðu Bónusverslana eða Baugsveldisins. Við ættum kannski sameiginlega í þinginu að athuga samkeppnislögin í ljósi hæstaréttardómsins sem ég vitnaði hér til.