Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:02:40 (135)

2002-10-04 13:02:40# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:02]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Er það táknrænt fyrir stefnu og áherslur Sjálfstfl. að einmitt daggjaldastofnanirnar og hjúkrunarheimilin skuli líða fyrir fjárskort? Það eru einmitt hinir sömu hópar, elli- og örorkulífeyrisþegar, sem bera aukna skattheimtu í þjóðfélaginu. Eru þetta áherslur Sjálfstfl.?

Hv. þm. og talsmaður Sjálfstfl. í fjármálum var að fría sig ábyrgð á því sem lagt er til í fjárlögum til Byggðastofnunar og sagði að það hefði aldrei verið borið undir sig. Eru kannski fleiri þættir í þessu fjárlagafrv. sem hv. þm. og talsmaður Sjálfstfl. í fjármálum vill fría sig frá? Það væri fróðlegt að heyra það.