Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:03:30 (136)

2002-10-04 13:03:30# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:03]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna er vandamál. Rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna er búinn að vera mikið vandamál í mörg ár eins og allir vita, svo og daggjaldastofnanirnar. Þetta vita allir. Við höfum á hverju einasta ári komið að þessum hlutum og gert okkar allra besta til þess að leiðrétta þá. Það er líka gert í þessu fjárlagafrv., það er líka gert í þeim fjáraukalögum sem hér liggja fyrir og hafa ekki verið rædd enn þá. Það er reynt af fremsta megni, og það er verið að gera það. Annað eru bara hrein ósannindi. Ef maður ber saman þann kostnað sem er í þessum efnum hefur hann vaxið gríðarlega, miklu meira en almennur rekstur. Og við skulum átta okkur á því að af fullum heilindum er verið að taka á þessum hlutum, og af fullri einurð verið að vinna að þeim núna eins og endranær.