Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:51:21 (149)

2002-10-04 13:51:21# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:51]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Lyfjaverði á Íslandi er mjög miðstýrt. Við höfum svokallaða lyfjaverðsnefnd sem nýlega hefur hafið störf. Við þurfum að kanna vel innflutningsverð lyfja sem er hátt á Íslandi, m.a. vegna þess að hér er lítill markaður. Smæð hans gerir þetta vafalaust að verkum. En við þurfum samt að greina orsakirnar fyrir því hversu hátt lyfjaverðið er.

En ég undirstrika að lyf eru lækning. Á Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi og öðrum sjúkrahúsum eru veitt svokölluð S-merkt lyf og þau eru til að lækna sjúkdóma. Læknavísindin og framfarirnar felast m.a. í töku dýrra lyfja. Það er fagleg nefnd á Landspítalanum -- háskólasjúkrahúsi sem metur þörfina. Þarna verður að liggja faglegt mat til grundvallar.