Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:53:46 (151)

2002-10-04 13:53:46# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:53]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hæstv. forsrh. hafi átt hér við dvalar- og hjúkrunarheimilin sem við erum með til sérstakrar skoðunar milli 2. og 3. umr. fjárlaga. Sannleikurinn er sá að mikið átak var gert í málefnum sjúkrahúsa á árunum 1998--1999. Það átak hefur heppnast að langmestu leyti. Aðeins stóru spítalarnir eiga í verulegum fjárhagserfiðleikum en aðrar stofnanir eru tiltölulega vel settar. Ég hygg að þessi ummæli hafi átt við dvalar- og hjúkrunarheimilin. En þau mál erum við enn þá með til skoðunar milli 2. og 3. umr.