Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 14:17:39 (162)

2002-10-04 14:17:39# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[14:17]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held raunar að það eina sem ég og hæstv. fjmrh. erum ósammála um sé að ekki eigi að setja fram frv. sem gefur allt annað í skyn en niðurstöðurnar áætla. Í frv. er ekki gert ráð fyrir 2 milljarða kr. auknu framlagi til heilbrigðiskerfisins, 600 millj. kr. --- og þá er það til viðbótar --- vegna dvalar- og hjúkrunarheimila, allt að 400 millj. kr. vegna framhaldsskólanna, og að auki upphæð sem ég þori ekki að nefna hér, sem ég held að þurfi til þess að koma löggæslunni í viðunandi horf samkvæmt því sem íbúar í ákveðnum byggðum setja fram.

Það er þetta sem ég er að tala um. Ég er ekki að tala um að ekki hafi tekist vel til, ég hef ekki sagt það. Ég hef einfaldlega sagt að menn hafa sett hér fram áætlanir sem ekki hafa staðist, það er það sem ég er að tala um.

Og ég man ósköp vel eftir frv. 1999, hæstv. fjmrh., og ég get óskað hæstv. ráðherra til hamingju með það. Það sem við erum síðan að fjalla um hér --- við skulum bara sjá hver hlær best, hvort það verður sá sem síðast hlær eða hvort það verður sá sem síðastur talar.