Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 15:01:21 (179)

2002-10-04 15:01:21# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[15:01]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. Ásta Möller meini og sé viss um að hún vilji að menntun sé efld og sé efld í heimabyggð. Staðreyndin er hins vegar önnur þegar kemur að framkvæmdinni samanber t.d. fjárlagafrv. núna og eins og það hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið niðurskurður á menntun einmitt hjá litlu skólunum sem hafa verið að reyna að efla menntun í heimabyggð. Þeir skólar sem hafa staðið að miklu verknámi og tækninámi hafa átt í miklum vandræðum og þar hefur stefna Sjálfstfl. birst. Það er gott og blessað að hafa góðar hugsanir og góðan vilja en það verður að birtast í gjörðunum, í verkunum því að það eru þó verkin sem tala. Ég fagna því ef hv. þm. Ásta Möller vill taka á með okkur í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði um að efla starfsnám, verknám og nám í heimabyggð. Tökum þar höndum saman. Ég fagna því.