Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 15:02:31 (180)

2002-10-04 15:02:31# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[15:02]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Ef við horfum nokkur ár aftur í tímann þá var ekkert til sem heitir fjarnám þannig að það er mjög eðlilegt að fjarnám og aðstaða til þess sé byggt upp skipulega og að gerðar séu tilraunir með það sem síðan verði yfirfærðar á aðra staði. Ég held því að þessi mál séu í eðlilegri þróun. Mér finnst ófært af hv. þm. að stilla því þannig upp að Sjálfstfl. sé á móti þessu. Svo er aldeilis ekki. Sjálfstfl. hefur verið í menntmrn. og stýrt þessari þróun. (Gripið fram í.) Hv. þm. verður aðeins að stilla óþreyju sína í þessum efnum. En þetta er stefnan.