Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 15:14:53 (183)

2002-10-04 15:14:53# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[15:14]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Forseti vill vekja athygli á því að það var forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sem sat í forsetastóli í gær. Hefði núverandi forseti séð ástæðu til þess að gera athugasemdir við ræðu hv. þm. Sverris Hermannssonar þá hefði hann gert það. En forseti mun láta skrifa út ræðuna og yfirfara hana og taka málið til íhugunar á seinni stigum.