Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 15:35:55 (188)

2002-10-04 15:35:55# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[15:35]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Varðandi skógræktarverkefnin sem ríkisstjórnin hefur staðið mjög myndarlega að vil ég nefna að framlag hefur verið hækkað að meðaltali um 38% frá árinu 1997, farið úr 50 milljónum á ári í 350 millj. kr. Þetta verkefni er afar gott og hefur einmitt styrkt sveitir landsins mjög mikið. Og þetta er besta málefnið sem unnið hefur verið að til að styrkja byggðirnar í landinu.