Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:04:18 (210)

2002-10-04 17:04:18# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:04]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka heilbrrh. svör hans. Við erum oft sammála og iðulega sammála um það sem nauðsynlegt er að gera í heilbrigðisþjónustunni.

En ég vil benda á þá lagagrein um að veita bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni, vegna þess að við Íslendingar höfum afskaplega lítinn samanburð á því hver er besta þjónusta sem völ er á hverju sinni þegar aðeins er um eina stofnun að ræða og getum því ekki borið okkur saman við aðra.