Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:08:03 (213)

2002-10-04 17:08:03# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:08]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil svara því til að fullkomin samstaða er um það innan ríkisstjórnarinnar að fara yfir þá þætti sem ég hef nefnt og út af standa í frv. Það má heldur ekki gleyma því að þingið, Alþingi, er að fara yfir frv. Ég treysti því hv. fjárln. einnig, sem þingmaðurinn á sæti í, til að fara yfir þessi mál. Hitt er annað mál að samstaða er um að fara yfir þessi mál á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Meðan þau eru í vinnslu vil ég ekki nefna tölur í því sambandi. Það er alveg ljóst að tekið er tillit til leiðréttinga fyrir hjúkrunarrými í fjáraukalögunum og fjárlögunum en daggjöld á dvalarheimilum eru enn til skoðunar.

Ég ætla á þessu stigi ekki að nefna tölur í þessu sambandi, en það er fullkomin samstaða um það og gengið var frá því áður en þessi frumvörp voru lögð fram að taka sér tíma í að fara betur yfir þá þætti.