Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:09:30 (214)

2002-10-04 17:09:30# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:09]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefði verið eðlilegt þegar frv. var kynnt að fram kæmi að reikna mætti með a.m.k. milljarði í daggjaldastofnanir og að hærra framlag þyrfti vegna ýmissa annarra þátta til heilbrrn. ef þessi samstaða er. Ég heiti því að minni hlutinn, samfylkingarfólk, mun að sjálfsögðu styðja þau sjónarmið sem komið hafa fram hjá hæstv. ráðherra varðandi það að leiðrétta þurfi þennan grunn og það verður örugglega betri samstaða um það meðal stjórnarandstöðunnar og Framsfl. heldur en þeirra sem sitja í ríkisstjórn.