Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:43:30 (230)

2002-10-04 17:43:30# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:43]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka svar hv. þm. og legg áherslu á að nauðsynlegt er að hafa samanburð við önnur lönd. Það er líka nauðsynlegt að hafa launaþáttinn í lagi því að lækningar, hjúkrun og annað í heilbrigðisþjónustunni er meginþátturinn í uppbyggingu þjónustunnar sjálfrar. En ég held og ég tel að það sem hefur komið hér fram í dag um að fólk sé að leyfa sér að benda á möguleika á ólíkum rekstrarformum sé rétt leið til að skoða heilbrigðisþjónustuna. Við eigum að vera óhrædd við að leita eftir mismunandi rekstrarformum og gera það á raunhæfum grundvelli.