Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:27:59 (238)

2002-10-04 18:27:59# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:27]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað alveg rétt að millifæranlegur persónuafsláttur kemur fjölskyldufólki til góða og getur haft áhrif á skattgreiðslur einstaklinga. Það breytir hins vegar ekki því að stiglækkandi persónuafsláttur eykur fjölda þeirra sem greiða tekjuskatt. Það hefði náttúrlega verið hægt að halda tekjum á móti ef persónuafslátturinn hefði verið hækkaður með því að viðhalda hátekjuskattinum. Það hefði áfram mátt halda honum í 7% frekar en að lækka tekjuskattinn á hæstu tekjur. Það er nú eitt atriði sem mætti velta fyrir sér.

Svo er annað atriði sem ég tel nauðsynlegt að velta upp: Hvernig telur fjmrh. að þetta muni þróast ef sífellt fleiri fara yfir í það að stofna fyrirtæki og komast í lægsta tekjuskatt? Mun það jafnvel viðhalda hærri tekjuskatti á einstaklinga?