Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:30:17 (240)

2002-10-04 18:30:17# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:30]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil í lokin óska eftir því við fjmrh. að tekið verði saman hvaða áhrif gengisbreytingar frá árinu 2000 til ársins 2002 hafa haft á erlenda skuldastöðu og við fáum minnisblað um það hvað í þessum hreyfingum eru gengishreyfingar þannig að við þurfum ekki að vera að deila um það. Þessar upplýsingar eru örugglega til í ráðuneytinu og það þarf þá bara að vinna það.

Í öðru lagi vil ég vekja athygli á því að skuldir heimilanna hafa vaxið mikið. Eignir voru 800 milljarðar 1995 en skuldir þá 400 milljarðar. Núna eru skuldir heimilanna 780 milljarðar á móti 920 í eignum. Þarna hefur því orðið þróun sem fjármálaráðherra landsins hlýtur að hafa áhyggjur af og væri fróðlegt að heyra viðbrögð við því.