Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 18:45:13 (253)

2002-10-04 18:45:13# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[18:45]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég felli engan dóm í þessu máli, hvorki yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar né félmrn. Ég tel að þessir aðilar hljóti að geta leyst þann ágreining sem uppi er með sómasamlegum hætti án þess að stefni í átök eða mikla óvissu fyrir reksturinn á Sólheimum sem vissulega er mjög merkilegur og hefur skilað góðum árangri um áratuga skeið. Ég felli ekki dóma um þessa skýrslu eða afstöðu ráðuneytisins. Ég skora á þessa aðila að leysa málið en tek ekki þátt í því að þvinga Sólheima með þeim hætti sem lagt var til, þ.e. til samnings á þeim forsendum sem þar var talað um.

Að öðru leyti blanda ég mér ekki í þetta mál vegna þess að það er málefni fagráðuneytisins.