Samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:06:58 (261)

2002-10-07 15:06:58# 128. lþ. 5.2 fundur 145#B samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:06]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hef haft það sem reglu að vera ekki að gefa orðum forseta Íslands sem flutt eru við hátíðleg tækifæri einkunn á einn eða annan hátt og ætla að halda mig við þá niðurstöðu.

Í öðru lagi lít ég svo á að ekki sé hægt að benda á nokkurt land í heiminum þar sem mismunur á stöðu þegnanna í efnalegu tilliti sé minni en hér gerist. Á hinn bóginn er sjálfsagt og eðlilegt að við spyrnum fast við fótum gegn fákeppni á öllum sviðum því að samkeppnin er vafalítið, og vafalaust, öllum til heilla.