Samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:07:43 (262)

2002-10-07 15:07:43# 128. lþ. 5.2 fundur 145#B samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:07]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í mínum huga er það eðlilegt að þingmenn geti brugðist við því sem forseti Íslands segir úr ræðustól en auðvitað verður hæstv. forsrh. að hafa sína skoðun á því. En ég beindi líka spurningu til hans varðandi þann þátt hvort hann teldi ástæðu til þess, hæstv. forsrh., að bregðast við þeirri miklu samþjöppun á valdi og auði, einokun og fákeppni sem virðist vera vaxandi í þjóðfélaginu. Nú er ég að beina þessu sérstaklega til forsrh. og vitna þá ekki í forsetann. Ég er auðvitað gjörsamlega ósammála forsrh. um að ekki sé mikil misskipting í þjóðfélaginu. Ég held þvert á móti að við höfum séð það á undanförnum missirum að misskipting fer vaxandi, bilið milli ríkra og fátækra eykst, og við þurfum ekki annað en að sjá tölur sem hafa komið frá ýmsum hjálparstofnunum, félagsmálasamtökum og fleirum um það að fátækt fer vaxandi í þjóðfélaginu.

En ég beini þessari spurningu beint til forsrh. og sleppi þá að vitna í forseta Íslands.