Samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:08:53 (263)

2002-10-07 15:08:53# 128. lþ. 5.2 fundur 145#B samþjöppun valds og auðs í þjóðfélaginu# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég taldi mig hafa svarað því atriði sérstaklega sem ég taldi að við gætum gert betur. Ég nefndi það sérstaklega að ég teldi að misskipting auðs væri minni hér á landi en nokkurs staðar annars staðar og þess vegna væri ekki ástæða til að grípa í því tilliti til sérstakra aðgerða. Á hinn bóginn hefur mér þótt miður hvað fákeppni hefur færst í aukana hér. Ég tel augljóst að því meiri sem fákeppnin er því lakara sé búið að öllum almenningi í landinu. Samkeppni er almenningi holl og heppileg.

Svo vil ég nota tækifærið til að óska hv. þingmanni til hamingju með stórafmæli á dögunum.