Samþjöppun í útgerð og fiskvinnslu

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:33:36 (280)

2002-10-07 15:33:36# 128. lþ. 5.2 fundur 149#B samþjöppun í útgerð og fiskvinnslu# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:33]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Hvað kom á daginn? Ég átta mig ekki á því hvað hv. þm. er að tala um. Hvað kom á daginn? Það kom á daginn að Alþingi sá fram í tímann að það gæti gerst að fyrirtæki yrðu sameinuð og ákvað að setja því ákveðnar skorður fyrir fram. Nú reynir á þá löggjöf. Hvað er þá komið á daginn? Það er ekkert komið á daginn varðandi samþjöppunina. Það hefur ekkert gerst vegna samþjöppunarinnar sem hefur komið á daginn. Hins vegar eru miklar breytingar að eiga sér stað í sjávarútveginum, miklar tækniframfarir. Það þarf færra fólk þannig að það hefur áhrif á fyrirtæki og byggðarlög en það kom ekkert á daginn annað en það að Alþingi sýndi forsjálni og það út af fyrir sig er ekkert nýtt.