Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 08. október 2002, kl. 13:33:14 (314)

2002-10-08 13:33:14# 128. lþ. 6.93 fundur 155#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 128. lþ.

[13:33]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil láta þess getið að um kl. 3.30 fer fram umræða utan dagskrár um stöðu heilbrigðismála. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Frímannsdóttir og hæstv. heilbrrh. Jón Kristjánsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa en gert er ráð fyrir að hún geti staðið í um tvær klukkustundir.