Viðskiptabankar og sparisjóðir

Miðvikudaginn 09. október 2002, kl. 15:10:51 (394)

2002-10-09 15:10:51# 128. lþ. 7.4 fundur 8. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (stofnfjárhlutir) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 128. lþ.

[15:10]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóni Bjarnasyni varð tíðrætt um landsbyggðina o.s.frv. og nefndi dæmi um að Sparisjóður Dalasýslu hefði lagt fram stofnkostnað eins stúdentaherbergis við Háskóla Íslands, á Nýja Garði. Hvar skyldi nú sá Nýi Garður vera nema í Reykjavík? Hvar skyldi Sparisjóðabankinn vera sem sparisjóðirnir hafa lagt mikið fé í? Í Reykjavík. Hvar skyldi Tryggingasjóður innlána sparisjóðanna vera geymdur? Í Reykjavík. Hvar skyldi Reiknistofa sparisjóðanna vera stödd? Í Reykjavík.