Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11:55:38 (438)

2002-10-10 11:55:38# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[11:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Öryrki sem ekki getur aflað neinna atvinnutekna getur hæst fengið 87.015 kr. Atvinnulaus maður sem engra tekna aflar fær 73.765 kr. Hvort vill nú hv. þm. gera, hækka þessar greiðslur úr almannasjóðnum til að bæta kjör þessa fólks eða fara hina leiðina og létta skattbyrðinni af þeim? Eða vill hv. þm. einfaldlega dæma þetta fólk til áframhaldandi fátæktar?