Alþjóðahvalveiðiráðið, Evrópuár öryrkja, rjúpnaveiðitíminn

Mánudaginn 14. október 2002, kl. 15:18:01 (489)

2002-10-14 15:18:01# 128. lþ. 9.91 fundur 170#B Alþjóðahvalveiðiráðið, Evrópuár öryrkja, rjúpnaveiðitíminn# (aths. um störf þingsins), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 128. lþ.

[15:18]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég sé mig knúinn til að blanda mér í þessa umræðu þó að henni væri ekki beint til mín heldur til forsrh.

Undirbúningur að Evrópuári fatlaðra er í fullum gangi. Að því starfar framkvæmdastjórn og síðan bakhópur. Þessi framkvæmdastjórn hefur undirbúið ár fatlaðra og ætlar að tileinka það lífsgæðum fatlaðra. Mér er kunnugt um að þau hafa hugsað sér að hafa mismunandi þemu yfir árið, eitt þema á mánuði eða skipta um þema á mánaðar eða tveggja mánaða fresti. Sú framkvæmd mun væntanlega fara vel úr hendi.

Hins vegar er það rétt hjá Öryrkjabandalginu að Öryrkjabandalagið hefur sett fram kröfur sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta orðið við og Öryrkjabandalagið hefur ekki viljað taka þátt í þessum undirbúningi með þeim hætti sem við óskuðum.