Fjáraukalög 2002

Mánudaginn 14. október 2002, kl. 15:51:31 (497)

2002-10-14 15:51:31# 128. lþ. 9.4 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 128. lþ.

[15:51]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé rétt hjá hæstv. fjmrh. að leggja til að skuldir séu greiddar niður þegar svigrúm til þess gefst, tek alveg undir það með hæstv. ráðherra. Og fyrirframgreiðslur vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga eru líka ágætar þegar svigrúm er til. En ég minni á að þessar lífeyrisskuldbindingar eru almennt líka hluti af rekstrarskuldbindingum ríkissjóðs. Það er samt jafngott að standa skil á þeim, ég er alveg sammála hæstv. ráðherra í því.

Þegar upp er staðið, herra forseti, tel ég og ítreka þá skoðun mína að það sé slæmt að þurfa að selja dýrmætar eignir ríkisins sem hafa jafnvel skilað miklum arði í ríkissjóð, og að þeim skuli fyrst og fremst vera varið til að standa undir eða mæta rekstrarskuldbindingum. (Gripið fram í: Eða vegi.) Já, já.