Fjáraukalög 2002

Mánudaginn 14. október 2002, kl. 16:47:11 (507)

2002-10-14 16:47:11# 128. lþ. 9.4 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 128. lþ.

[16:47]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hér sé um misminni að ræða hjá þingmanninum (Gripið fram í.) en það getur líka verið að mig misminni. Kannski man ég þetta ekki eins vel og þingmaðurinn en ég held að þetta sé nýtt núna og það sé búið að fá þennan úrskurð Ríkisendurskoðunar um gjaldskylduna. Þá er óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir því að þetta verði greitt. En þetta er að sjálfsögðu inn og út í ríkisuppgjörinu, tekjur annars vegar sem virðisaukaskattur og útgjöld hjá Fjársýslunni eða gamla Ríkisbókhaldinu.