Skipamælingar

Þriðjudaginn 15. október 2002, kl. 16:59:19 (566)

2002-10-15 16:59:19# 128. lþ. 10.8 fundur 158. mál: #A skipamælingar# (heildarlög) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 128. lþ.

[16:59]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. ber upp fyrirspurn sem ég tel að sé í fyllsta máta eðlileg. Í fyrsta lagi vil ég segja að ekki liggja fyrir neinar tillögur á þessari stundu í ráðuneytinu sem fela í sér breytingar á mælingum skipa að öðru leyti en þessa sem fram kemur hér varðandi brúttórúmlestir og brúttótonn. Hins vegar er gert ráð fyrir því hvað varðar minni skip en 24 metra, eins og hér hefur komið fram, að ráðherra setji reglur.

Ég vil segja um þetta að aðalatriðið er að reglum sé ekki breytt nema tryggt sé að réttindi skipa skerðist ekki vegna veiðistjórnunar eða aukist við breytingar á reglum sem settar eru af hálfu samgrn. eða samgrh. Ég tel að það sé afar mikilvægt að það komi fram að ekki stendur til að efna til neinna slíkra breytinga á reglum sem skerða eða auka réttindi og það er afar mikilvægt að það komi fram við umræðuna.