Rannsóknir á nýjum orkugjöfum

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 15:23:23 (618)

2002-10-16 15:23:23# 128. lþ. 12.8 fundur 104. mál: #A rannsóknir á nýjum orkugjöfum# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[15:23]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að benda á það, eins og hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir, að vissulega eru þessar rannsóknir góðra gjalda verðar. Við eigum þær ekki að þakka gífurlegum fjárframlögum ríkisstjórnar Íslands eða þeirri miklu framsýni sem þar er lýst af því það veit enginn á Íslandi hvaðan eða hvernig eigi að taka orkuna til þess að vetnisvæða landið. Þeirri spurningu hefur aldrei verið svarað og þó svo rannsóknirnar sem slíkar séu allra góðra gjalda verðar, þá held ég að kominn sé tími til að hæstv. iðnrh. fari í hlutina í réttri röð.