Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Fimmtudaginn 17. október 2002, kl. 11:28:49 (654)

2002-10-17 11:28:49# 128. lþ. 13.1 fundur 183. mál: #A innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta# (tryggingatími) frv., viðskrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 128. lþ.

[11:28]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sem er 183. mál þingsins á þskj. 184.

Eins og fram kemur í athugasemdum við frv. er það lagt fram vegna athugasemdar Eftirlitsstofnunar EFTA við innleiðingu tilskipunar 97/9/EB, um tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Í 6. gr. tilskipunarinnar segir að skuldbindingar skuli njóta tryggingaverndar þar til starfsleyfi viðkomandi fjármálafyrirtækis er afturkallað. Í 8. gr. laga nr. 98/1999 segir hins vegar að skuldbindingar, sem stofnað er til áður en frestur fjármálafyrirtækis til að uppfylla skyldur sínar rennur út, skuli njóta tryggingaverndar. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til njóta viðskiptavinir aðildarfyrirtækja Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta tryggingaverndar þangað til starfsleyfi viðkomandi fjármálafyrirtækis er afturkallað í samræmi við tilskipun nr. 97/9/EB, um tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Herra forseti. Ég legg til að frv. verði vísað til efh.- og viðskn. að lokinni þessari umræðu.