Hjúkrunarrými á Vífilsstaðaspítala

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 15:09:59 (794)

2002-10-30 15:09:59# 128. lþ. 18.5 fundur 200. mál: #A hjúkrunarrými á Vífilsstaðaspítala# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 128. lþ.

[15:09]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Hæstv. forseti. Það verður fróðlegt að heyra hver niðurstaða nefndarinnar sem skipuð hefur verið um starfsemi Vífilsstaðaspítala verður. Það er auðvitað ljóst að spítalinn sjálfur, sem byggður var 1910 og hið glæsilegasta hús, hefur ekki þá nýtingarmöguleika sem nútímabyggingar hafa. Húsið hefur hins vegar mjög mikið menningarsögulegt gildi sem eru mikil verðmæti í sjálfu sér. Auðvitað verður að finna á því lausn hvernig hægt er að nýta Vífilsstaðaspítala fyrir fólkið í bænum, fólk á suðvesturhorninu. Mér finnst ýmislegt koma þar til greina, t.d. endurhæfingarstarfsemi eða einhvers konar blönduð starfsemi eins og hæstv. heilbrrh. minntist hér á.

Mestu máli skiptir að starfsemin sem slík hafi eitthvert gildi inni í því húsi sem þarna er, nýtist bæjarbúum og sé uppbyggileg. Og það var ekki síst það sem fram kom á íbúaþinginu okkar um daginn, sem hér var áður minnst á, að fólk í Garðabæ vill nýta Vífilsstaðaspítala. Hann á ekki að standa tómur.