Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 11:59:16 (819)

2002-10-31 11:59:16# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[11:59]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Í lok andsvars síns gat hv. þm. um rétt byggðanna til að krefjast veiðiréttar og öryggis. Það er rétt að draga það fram að þegar við vorum að ræða í gær þáltill. um túnfiskveiðar hafði Ísland búið sér til rök til að sækja þann rétt. Hver voru þau? Þau voru svona, með leyfi forseta:

,,Á vettvangi ráðsins hefur Ísland ítrekað lýst óánægju með núverandi skiptingu veiðiheimilda, sem eingöngu byggist á veiðireynslu og gefur Íslandi þannig engan veiðirétt.``

Herra forseti. Mætti ekki yfirfæra þetta á hverja einustu byggð í landinu sem hefur farið halloka út úr þessu veiðikerfi? Ég hæli sjútvrh. fyrir að hafa fundið þessi rök.