Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 14:27:35 (840)

2002-10-31 14:27:35# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[14:27]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í umræðum í morgun var mörgum spurningum beint til hæstv. sjútvrh. Þeirra spurðu bæði sá er hér stendur í pontu og aðrir hv. þm. Ég tel mikilvægt að einhver svör fáist við þeim spurningum sem til ráðherrans var beint áður en umræðunni verður fram haldið.

Ég hafði hugsað mér að taka aftur til máls eftir að hafa hlýtt á svör hans. Ég sé ekki ástæðu til að fara hér aftur í pontu til þess að endurtaka spurningar mínar og rök mín frá því í morgun. Þess vegna mælist ég til þess, herra forseti, að umræðunni verði eigi fram haldið fyrr en ráðherra hefur tekið til máls og svarað einhverjum af þeim spurningum sem til hans var beint.