Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 14:51:42 (852)

2002-10-31 14:51:42# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[14:51]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Þó að ég sé sannarlega ekki KR-ingur er ég ósammála einu í máli hv. þingmanns. (Gripið fram í: ... harður KR-ingur.) Ég hefði ekki trúað að Skagamaðurinn, hv. þm. Jóhann Ársælsson --- mér fannst þetta óheppileg líking hjá honum að tala um stuðningsmannahóp KR. En hvað um það, við eigum auðvitað líka að tala um þá hluti sem jákvæðir eru og við erum sammála um. (SvH: Það hefur verið gert.) Það hefur verið afskaplega lítið gert, hv. þingmaður. Umræðan er nefnilega allt of mikið á neikvæðum nótum. Auðvitað á umræða að vera opin, líka um þá hluti sem við teljum miður fara, en við eigum ekki að sniðganga þá hluti sem við erum ánægð með. Um það hljóta menn að vera sammála.