Uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 17:13:55 (880)

2002-10-31 17:13:55# 128. lþ. 19.10 fundur 28. mál: #A uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri# þál., ÖHJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[17:13]

Örlygur Hnefill Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka þátttöku hæstv. heilbrrh. í umræðu þessa máls. Hér er auðvitað verið að ræða mikið byggðamál þar sem verið er að tala um að vinna þessi verk heima í héraði. Hér hafa verið nefnd Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sjúkrahúsið á Húsavík, heilsugæslan á Egilsstöðum og Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Það er því verið að tala um þetta stóra kjördæmi og verkefni sem mætti vinna á þessum stöðum heima í héraði. Hér er ekki um störf að ræða sem er erfitt að byggja upp heldur mundi þetta bæta þjónustu og bæta búsetuskilyrði. Ég skil hæstv. heilbrrh. þannig að hann sé jákvæður og fylgjandi þessu máli. Því hlýt ég að fagna sérstaklega.