Uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 17:15:04 (881)

2002-10-31 17:15:04# 128. lþ. 19.10 fundur 28. mál: #A uppbygging endurhæfingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri# þál., Flm. ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[17:15]

Flm. (Árni Steinar Jóhannsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nota þennan andsvaratíma til að þakka hæstv. heilbrrh. fyrir undirtektir við málið. Ég lít svo á að með nefndarskipuninni sem hæstv. ráðherra ákvað taki hann undir þetta mál. Í framhaldi af undirtektunum trúi ég ekki öðru en að málið sé komið á fullt skrið og að innan mjög fárra vikna eða mánaða muni framþróun á þessu sviði, þ.e. heilbrigðismálum í Eyjafirði, geta átt sér stað.

Ég þakka undirtektirnar og vænti hins besta í framtíðinni af þessu máli.