Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 11:14:04 (895)

2002-11-01 11:14:04# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[11:14]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir þessa umræðu að það komi skýrt og greinilega fram hvað varðar stöðu sparisjóðanna og hvað varðar hin nýju ákvæði sem hér er að finna, að það sé sagt skýrt og greinilega hvort þau ákvæði sem hér er lagt til að breytist í frv. tryggi að sagan frá því í sumar endurtaki sig ekki hvað varðar Sparisjóð Reykjavíkur, hvort heldur var um að ræða yfirtöku Búnaðarbankans ellegar yfirtöku starfsmanna sem aðrir fjármögnuðu, þ.e. hvort fyrir það sé girt með þessum hætti og að stofnfjáreigendur sem í orði kveðnu eiga ekki að hagnast á eigin hlut stórlega eins og sagan frá því í sumar gerði ráð fyrir ---- hvort það sé girt fyrir að slíkar öfugmælavísur fari í gang á nýjan leik.