Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:50:06 (943)

2002-11-01 14:50:06# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:50]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. kom ekki inn á þá spurningu mína hvort hann teldi eðlilegt og standast að ráðherra dæmi í máli sem ágreiningur er um og lýsi ákveðinn samning ólögmætan sem aðrir telja fullkomlega lögmætan og í gildi, þ.e. samning milli einstaklinga.

Síðan vildi ég spyrja hv. þm. um dreifða eignaraðild. Þessi sjálfseignarstofnun á 89% í SPRON. Það telur hv. þm. dreifða eignaraðild vegna þess að svo margir aðilar komi að sjálfseignarstofnuninni þó að þar sé ein stjórn. Telur hún þá að Baugur sé ekki með ráðandi eignarhluta á matvörumarkaði vegna þess að það eru þúsundir hluthafa í Baugi?

Hv. þm. talaði um fagra hugsun og vilja Alþingis og anda laganna. Af hverju í ósköpunum er þessi andi laganna ekki settur í lögin? Af hverju er það ekki skrifað niður hver sé andi laganna og hver sé vilji Alþingis? Af hverju þurfum við alltaf að fara á einhvern andafund til að finna út úr því hver sé andi laganna?