Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:56:08 (949)

2002-11-01 14:56:08# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er rangt að verið sé að selja bankana á góðu verði. Það er verið að selja þá á gjafaprís. Það er glæframennska að selja hlut ríkisins í ríkisbönkunum við þessar aðstæður. Ég tel það vera glæframennsku. Það var glæframennska að tapa 0,5 milljörðum kr. í fjárfestingum erlendis á vegum Landssímans sem er í okkar umsjá og okkar eigu og á ábyrgð Landssímans og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Það var glæframennska að selja húsið hérna handan við völlinn, Landssímahúsið, fyrir 820 milljónir og leigja það síðan fyrir 8,2 milljónir á mánuði. Hvernig sem litið er á hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar fyrir okkar hönd, fyrir hönd almennings, þá einkennist hún af ábyrgðarleysi og glæframennsku.