Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:59:41 (952)

2002-11-01 14:59:41# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Enn tölum við um sjálfseignarstofnanir hugsanlegar með breytingu sparisjóða í hlutafélög.

Í þessum sjálfseignarstofnunum verða miklir fjármunir og það eru stofnfjáreigendur sem stjórna og ráða yfir þeim. Það er rétt. Enda veit ég ekki hverjir það ættu svo sem að vera aðrir. Ef fram koma hugmyndir eða tillögur í nefndinni um aðra sem ættu að ráða yfir þessum sjálfseignarstofnunum þá má alveg skoða þær. Því er þó ekki að neita að með því að seldir verði hlutir út úr sjálfseignarstofnuninni þá koma nýir aðilar að sem kaupa það fé og þar með er það fé minna sem enginn á og þar með dreifist eignaraðildin að sparisjóðunum. Svona sé ég nú málið.