Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 15:00:43 (953)

2002-11-01 15:00:43# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[15:00]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að viðurkenna að ég er ákaflega ósáttur við það sem er að gerast í þessu máli. Ég var það í vetur leið og ég er það ekki síður núna. Í vetur var reynt að segja okkur að þetta mundi ekki virka svona. Ef þetta verður samþykkt strikar Alþingi undir þessa gerð og gefur mönnum leyfi til að fénýta sér aðstöðu sem þeir hafa með yfirráðum yfir fé sem þeir eiga ekki. Að mínu viti er það alveg greinilegt. Ég tel að hv. nefnd þurfi að fara mjög vandlega yfir það hvort þetta var í raun meiningin því það var ekki sagt við umræðuna í vetur leið. Ég fer fram á það að menn setjist mjög vel yfir þetta mál og skoði hvort þeir vilja gefa mönnum leyfi til að selja yfirráð yfir fé sem þeir eiga ekki.