Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 15:30:03 (962)

2002-11-01 15:30:03# 128. lþ. 20.6 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[15:30]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég hafi ekki orðað það þannig að ég vildi hjálpa meira þegar við værum að horfa yfir þetta í heildinni. Það gæti verið að þegar ég hafi verið að ræða um einstaka þætti af þessum þremur eða fjórum úthlutunum hafi ég orðað það þannig. En ég held að með þessum fjórum úthlutunum náum við að hjálpa langsamlega flestum ef ekki öllum af þeim sem við teljum að ætti að hjálpa vegna þessara mála. Það er ekkert á döfinni að flytja neinar tillögur um meiri byggðakvóta í þessum skilningi.

Hins vegar varðandi stjórnarskrána þá heyra stjórnarskrármálin undir forsrh. og ég tel ekki rétt að ég sé neitt að tjá mig um þau hérna. Vilji hv. þingmenn fá svör um það þá spyrji þeir hæstv. forsrh. um það