Grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 13:53:41 (1026)

2002-11-05 13:53:41# 128. lþ. 22.7 fundur 27. mál: #A grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[13:53]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er margt athyglisvert í tillögu hv. þingmanna sem flytja hana en það er kannski líka eitt og annað sem mætti skoða betur. Að minnsta kosti er krafan af minni hálfu sú hvað varðar umhverfismat að í umhverfismatinu sjálfu séu bestu fáanlegu upplýsingar og gögn til staðar þannig að við þingmenn til að mynda getum mótað okkar sjálfstæðu afstöðu af hinni fyllstu ábyrgð.

Það eru tvær spurningar sem mig langar til að leggja fyrir hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur. Það er annars vegar varðandi kostnað af þessu mati, hvað hv. þm. telur að þetta muni kosta og hversu langlíf þessi kort yrðu, hvort þau muni duga líka eftir 15 eða 20 ár, og hver endurskoðun á svona kortum er. Síðan í þriðja lagi langar mig að spyrja hv. þm. hvernig þessu er háttað t.d. í Noregi.