Grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 13:56:37 (1028)

2002-11-05 13:56:37# 128. lþ. 22.7 fundur 27. mál: #A grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[13:56]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er kannski ekki að ástæðulausu sem ég nefni Noreg. Noregur er dreifbýlt svæði eins og Ísland. Kort sem gerð yrðu annars staðar í Evrópu, til að mynda af Danmörku eða Hollandi, þar erum við að tala um miklu þéttbýlla svæði og auðveldara í almennri náttúrukortagerð. Ég held því að heppilegt hefði verið að hafa samanburð við Noreg í þáltill. og ég hvet hv. umhvn. til að skoða það atriði.

Síðan varðandi kostnaðinn, þá er verið að tala um kostnað upp á 10--20 millj. kr. á ári, kannski 100 millj. kr. til fimm ára þannig að ég held að menn verði að meta það. Það er mjög mikilvægt í þessum málum að kostnaður af gerð slíkra náttúrukorta verði metinn og sérstaklega með tilliti til þess ef þau endast ekki lengur en í fimm eða tíu ár. Því beini ég þessu líka til skoðunar hjá hv. umhvn.