Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:29:44 (1071)

2002-11-05 16:29:44# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:29]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er nú rétt að halda því fram að ég hafi verið að tefla fram landshluta gegn landshluta? Hvers lags málflutningur er þetta eiginlega? (JB: Það er talað um mótvægi.) Ef orðið mótvægi fer eitthvað í taugarnar á hv. þm. þá get ég alveg sleppt því að nota það orð en aðalatriðið er að hv. þm. og fólkið í landinu átti sig á því hvað við erum að tala um. Við erum að tala um að styrkja þetta svæði vegna þess að það hafi svo mikil áhrif á miklu stærra svæði.

Það vitum við t.d. með höfuðborgarsvæðið. Það eru engin smá áhrif sem það hefur til Suðurlands og langt upp í Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes að höfuðborgarsvæðið er sterkt. Það er þetta sem við höfum í huga þegar við viljum styrkja Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Það er ekki til þess að veikja önnur svæði á landinu, það endurtek ég.