Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:31:54 (1073)

2002-11-05 16:31:54# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:31]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alltaf þannig að því fyrr, þeim mun betra. Það er alveg sama um hvað við erum að tala, og ekki er það síst í sambandi við Vestfirði og íbúaþróun þar. Aðgerða er þörf. En ég get ekki farið nánar út í þetta. Ég vildi bara að hv. þingmaður og aðrir vissu það að ég hef fullan skilning á því að þarna eru erfiðar aðstæður og það er margt sem getur komið til greina. Eitt af því er menningarhús sem ég veit að er mikill áhugi fyrir á Vestfjörðum, og fleira mætti nefna. Ég held að við getum alveg verið sammála um það, ég og hv. þingmaður, að aðgerða er þörf.