Verðmyndun á innfluttu sementi

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 17:36:51 (1088)

2002-11-05 17:36:51# 128. lþ. 22.9 fundur 32. mál: #A verðmyndun á innfluttu sementi# þál., 133. mál: #A framtíðarhlutverk Sementsverksmiðjunnar hf.# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[17:36]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki svarað því hvenær úrskurður kemur frá ESA. Það var talað um það sl. vor að hann mundi koma í sumar en hann hefur ekki birst enn. Ég vona því að það styttist í að hann birtist.

Um innflutningsgjöld á sementi get ég ekki fullyrt vegna þess að ég veit ekki á þessari stundu hvort það mundi samræmast reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að fara út í slíkt. Auk þess væri þar um pólitíska ákvörðun að ræða sem ég hef í sjálfu sér ekki ein úrskurðarvald um, það mál mundi heyra undir fjmrh. Ég tel að það þurfi að vera ljóst hvaða möguleika við höfum í því sambandi vegna ýmissa ákvæða og reglna sem við höfum undirgengist.