Framhaldsskóli á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 14:15:44 (1111)

2002-11-06 14:15:44# 128. lþ. 24.3 fundur 113. mál: #A framhaldsskóli á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[14:15]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég ætla að byrja á að fagna því að hæstv. ráðherra sagðist ætla að taka á í sambandi við verkmenntun. Það er svo sannarlega ástæða til þess og hefur verið lengi. Ég vona að hann standi þar við stóru orðin.

Hitt er annað mál að það er ömurlegt að hlusta á hæstv. ráðherra tala um að hann hafi enga penninga til þess að setja í menntamál á landsbyggðinni. Samtímis talar hann um það í ræðunni að menntamálin sé eitthvert mikilvægasta byggðamál sem hægt sé að hugsa sér að leggja peninga í. Hæstv. ráðherra hefur aðgang að miklum peningum vegna sölu ríkiseigna. Ég hlustaði á hann segja það sjálfan, einhvern tíma fyrir ekki löngu síðan, að hann teldi að þeir peningar gætu vel nýst í menntamál ekki síður en samgöngumál á landsbyggðinni. Mér finnst að hann ætti líka að standa við þau orð.

Það er sannarlega ástæða til að menn veki athygli á því sem hæstv. ráðherra hefur sagt í sölum Alþingis.