Einelti

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 14:32:07 (1118)

2002-11-06 14:32:07# 128. lþ. 24.4 fundur 146. mál: #A einelti# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[14:32]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það er gott að heyra þau svör hæstv. menntmrh. að verið sé að vinna vel í þessum málum. Er það mjög gott því að einelti er náttúrlega slæm hegðun sem kemur illa niður á fólki og hefur verið eyðileggjandi. Það er mjög þakkarvert að Stefán Karl Stefánsson skuli hafa komið fram á sviðið með svo sterka umræðu sem hann hefur hafið. Það er alltaf þörf á því að vera vakandi í þessum málum því sá sem verður fyrir einelti líður alltaf fyrir það, jafnvel alla ævi þótt eineltið taki ekki langan hluta hennar. Þess vegna fagna ég því að verið sé að gera mikið í þessum málum.